Armbandsúr var selt á uppboði um helgina fyrir 7,3 milljónir Svissneskra franka, eða um 950 milljónir króna. Bloomberg greinir frá.

Úrið var af tegundunni Patek Philippe og var upphaflega metið á 700.000 til 900.000 franka. Salan fór fra á uppboðinu Only Watch sem haldið er annað hvert ár og hagnaðurinn fer allur til góðgerðamála. Helstu armbandsúrframleiðendur í heimi gefa einstök úr sem verða til sölu á uppboðinu.

Samtals söfnuðust um 11,3 milljónir franka, tæpur 1,5 milljarður króna, á uppboðinu en samtals voru 44 armbandsúr og klukkur seldar, en allur ágóði fer til góðgerðarmála.

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar um dýrasta armbandsúr sögunnar hér .