*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 4. júní 2021 15:13

Dýrasta bílastæði sögunnar

Bílastæði við lúxushúsnæði í Hong Kong var selt á metfé, um 160 milljónir króna.

Ritstjórn
Landrými í Hong Kong er takmarkað og fasteignaverð eitt það hæsta í heimi.
epa

Bílastæði við lúxushúsnæði í Hong Kong var selt á metfé, um 160 milljónir króna. Bílastæðið er í hverfinu The Peak, eða Toppnum í Hong Kong en þar má finna sumt af dýrasta húsnæði heims. BBC greinir frá.

Húsnæðisverð í Hong Kong er eitt það hæsta í heimi enda landrými af skornum skammti. Í maí var greint frá því að leiguverð fyrir eina byggingu á Toppnum væri um 25 milljónum króna á mánuði.

Fyrra metið fyrir verð á bílastæði er einnig frá Hong Kong, þegar bílastæði seldist á um 120 milljónir króna árið 2019. 

Stikkorð: Hong Kong bílastæði