Prins Alwaleed bin Talal tilheyrir konungsfjölskyldunni í Sádí-Arabíu og er fjárfestir. Einkaþota hans er af gerðinni Airbus A380 og er hún metin á 500 milljónir dala, um 60 milljarða króna. Grunngerðin kostar um 300 milljónir dala.

Búnaður vélarinnar er óvenjulegur:

  • Bílageymsla fyrir Rolls Royce bifreið prinsins
  • Tónleikasalur með flygli fyrir 10 manns í sæti
  • Stíur fyrir hesta og kameldýr
  • Heilsulind
  • Fimm herbergi með hjónarúmi, einkabaði og sturtu
  • Bænaherbergi sem sjálfkrafa snýr alltaf í átt að Mekka

Uppfært kl 23:15

Samkvæmt frétt viðskiptatímaritsins Forbes er vélin mögulega ekki lengur í eigu pinsins og mögulega verið seld til Abdullah konungs Saudi Arabíu, sem heitir einmitt fullu nafni Abdullah bin Abdulaziz bin Abdulrahman bin Faisal bin Turki bin Abdullah bin Muhammad bin Saud.

Ítarlega er fjallað um einkaþotur í blaðinu Flug, sem fylgdi Viðskiptablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .