Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna kynnti Öldungardeild Bandaríkjaþings fyrr í mánuðnum rekstraráætlun fyrir 2443 orustuþotur af gerðinni F-35 Joint Strike Fighter .

Rekstrarkostnaðurinn er áætlaður ein trilljón Bandaríkjadala (milljón milljarðar dala) og nær áætlunin yfir líftíma vélanna sem talinn er verða um 50 ár.

Hann innifelur ekki framleiðslukostnaðinn þotanna sem er áæltaður 385 milljarðar dala eða 156 milljónir dala á hverja þotu. Verkefnið er kostnaðarsamasta hergagnaframleiðsla sem bandrísk stjórnvöld hafa ráðist í.

John McCain
John McCain
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Öldungardeildarþingmaðurinn og fyrrum forsetaframbjóði Repúblíkana John McCain var gapandi yfir kostnaðnum þegar áætlunin var kynnt fyrir Öldungardeildinni, sérstaklega þegar hann er borinn saman við rekstur núverandi orustuþota.  Fleiri þingmenn lýstu furðu yfir áætluninni og kröfðust þess að kostnaðurinn myndi lækka.

Framleiðsla þotanna var í upphafi aðallega fyrir bandaríska herinn en Bretland, Ítalía, Holland, Kanada, Tyrkland, Ástralía, Noregur og Danmörk taka einnig þátt í verkefninu með misháu framlagi hvert. Einnig hefur ísraelski herinn ákveðið að kaupa 20 þotur.

Þotan er framleidd af Lockheed Martin og hér fyrir neðan má sjá myndband frá fyrirtækinu.