Rússneski milljarðamæringurinn Yuri Milner keypti lúxusvillu í Los Altos Hills í Kaliforníu fyrir stuttu. Húsið, sem nær væri að kalla höll, er byggt í frönskum stíl og var kaupverðið 100 milljónir dala, 11,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Hús Yuri Milner í Kaliforníu.
Hús Yuri Milner í Kaliforníu.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Húsið er 2.355 fermetrar að stærð og en frá húsinu er útsýni yfir flóann við San Fransisco.  Húsið er búið öllum helstu nauðsynjum, svo sem inni og útisundlaug, vínkjallara og tennisvelli.  Arkitekt hússins, William Hablinski, sagði í samtali við WSJ að ekki hafi verið gerð kostnaðaráætlun við byggingu þess.

Yuri Milner er í 1.140 sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi.  Blaðið telur að auður hans nemi um einum milljarði dala og því hefur Milner varið um 10% af eignum sínum í kaupin, hafi hann ekki slegið lán vegna þeirra.

Milner Keypti hlut í Facebook árið 2009 fyrir 200 milljónir dala í gegnum félag sitt Digital Sky Technologies.

Hér fyrir neðan er viðtal við Yuri sem tekið í janúar í fyrra um fjárfestingar hans, m.a. annars í Facebook.