Dýrasta íbúð New York-borgar er í eigu Steven Klar, forstjóra byggingafyrirtækisins Klar Organgization á Long Island. Á íbúðina eru settar sléttar 100 milljónir dollara eða um 12,5 milljarðar króna.

Til samanburðar kostuðu íbúðirnar sem Jón Ásgeir og eiginkona hans keyptu í Gramercy Park ,,aðeins" 3,9 milljarða króna.

Íbúðin er á efstu hæðum City Spire húsinu í Midtown á Manhattan og er hún með frábært útsýni, sérstaklega yfir Central Park. Hún er þriggja hæða og er því á 73. til 76. hæð hússins en samtals er hún um 743 fermetrar að stærð, samkvæmt lýsingu Business Insider á íbúðinni.

Ekki ætti að væsa um þann sem kaupir íbúðina enda eru þar sex svefnherbergi og fylgja baðherbergi með hverju þeirra. Ef öll baðherbergin eru upptekin þarf hins vegar enginn að halda í sér því þrjú aukabaðherbergi eru í íbúðinni.

Ýmis fríðindi fylgja byggingunni en þar á meðal er:

  • Sundlaug
  • Dyravörður
  • Líkamsrækt
  • Þvottaþjónusta
  • Bílskúr og margt fleira

Myndir:

City Spire
City Spire
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hér má sjá City Spire bygginguna, íbúðin er á þrem efstu hæðunum.

Dýrasta íbúð New York
Dýrasta íbúð New York
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Dýrasta íbúð New York
Dýrasta íbúð New York
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Dýrasta íbúð New York
Dýrasta íbúð New York
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Dýrasta íbúð New York
Dýrasta íbúð New York
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Dýrasta íbúð New York
Dýrasta íbúð New York
© Aðsend mynd (AÐSEND)