Íslenska þáttaröðin Ófærð er búin að borga sig upp og gott betur, segir í frétt Ríkisútvarpsins . Þar kemur fram að allir þeir áhættufjárfestar sem komu að gerð Ófærðar koma til með að fá fjárfestingu sína til baka.

Þáttaröðin er sú dýrasta sem framleidd hefur verið á Íslandi. Framleiðslukostnaður Ófærðar nam 1,1 milljarði króna. Haft er eftir Baltasar Kormáki, að þættirnir séu búnir að borga sig og það verulega upp. Þrátt fyrir að verkefnið hafi verið dýrt þá segir hann að það hafi gengið vonum framar og að þau séu réttu megin við núllið.

Ríkisútvarpið tók einnig þátt í þróun þáttanna. Framlag RÚV nam um 8 til 10 prósentum af heildarkostnaði. Það verður þó ekki endurgreitt.