Zurich í Sviss er dýrasta borg heims samkvæmt könnun Economist sem tímaritið framkvæmar tvisvar á ári.

Rannsókn nær til verðs á vörum og þjónustu líkt og matar, samgangna, veitugjalda, einkaskóla svo eitthvað sé nefnt. Ekki er horft til fasteignaverðs. Grundvöllur vísitölunnar er New York borg sem er með 100 stig.

Zurich hlaut 170 stig sem þýðir að það 70% dýrara að lifa þar en í New York. Tokyo mældist með 166 stig en í síðustu könnun var borgin í fyrsta sæti. Jafnar í þriðja sæti voru Genf í Sviss og Osaka-Kobe í Japan

Miklu skiptir í könnuninni hver staða gjaldmiðils ríkisins sem borgin er í. Svissneski frankinn er gríðarlega sterkur og það vegur þungt í því að Zurich fór úr fjórða sætinu í það fyrsta milli kannanna.

Engin bandarísk borg er á topp tíu listanum. Í 47-48 sæti eru New York og Chicago. Lundúnir eru í 17 sæti.

Listinn yfir dýrustu borgir heims:

  1. Zurich
  2. Tokyo
  3. Genf
  4. Osaka-Kobe
  5. Osló
  6. París
  7. Sydney
  8. Melbourne 
  9. Singapore
  10. Frankfurt

Zurich í Sviss.
Zurich í Sviss.