Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, setur spurningamerki við upphæðir og telur umhugsunarvert hvort ekki hafi átt að kynna samninginn í tengslum við nýlegt hlutafjárútboð FL Group.

Mörgum þykir ný þriggja ára kaupréttaráætlun sem samþykkt var hjá FL Group milli jóla og nýárs vera stór í sniðum eða jafnvel rausnarleg, enda að óbreyttu um 2,2% af núverandi heildarhlutafé félagsins að ræða og verðmæti samningsins um 3,3 milljarðar króna. Kaupréttarsamningurinn var ekki kynntur í tengslum við hlutafjárútboð FL Group um miðjan desember og aðrir en allra stærstu hluthafar vissu ekki af tilvist hans fyrr en tilkynning var send OMX á Íslandi skömmu fyrir áramótin.

Fyrir liggur að sumir þeirra telja samninginn gagnrýnisverðan svo ekki sé dýpra í árinni tekið og alls ekki í takt við nýlegar yfirlýsingar um niðurskurð rekstrarkostnaðar hjá FL Group.

Nánar er fjallað um þetta mál í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann með því að senda tölvupóst á [email protected] .