Skýrsla RÚV gagnrýnir samning RÚV við Vodafone. Árið 2013 var samið til 15 ára við Vodafone um dreifingu á sjónvarps- og útvarpsefnis. Núvirt verðmæti samningsins er um 4 milljarðar króna.

Samingurinn fólk í sér innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki internet og hvort bestu né ódýrustu lausn og áætlað er að a.m.k. 90% landsmanna nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifkerfi annarra en RÚV, sem byggja á internet sækni.

Upphaflega var tilkynnt um að samningurinn myndi hafa jákvæð áhrif á rekstur. Kostnaður RÚV eftir innleiðingu nýs kerfis jókst verulega. Kostnaður á síðasta ári eldra dreifikerfis (2011-2012) var um 297 milljónir króna en árið 2013-2014 var kostnaðurinn orðinn 573 milljónir króna. Kostnaðurinn nær tvöfaldast því á þessum tveimur árum

Fram kemur í skýrslunni að krafa um dreifingu kerfisins sé langt umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi og Bretlandi.

Í skýrslunni kemur fram að kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður 3-4 milljarðar króna, eða svipað og núvirt skuldbinding vegna samningsins við Vodafone.