Svo virðist sem raunum bandaríska lyfjarisans Merck sé ekki lokið varðandi verkjalyfið Vioxx en lyfið var tekið af markaði fyrir um mánuði síðan vegna aukinnar hættu þeirra sem taka lyfið á hjartaáfalli. Komið hefur fram í dagsljósið innanhúss tölvupóstar frá Merck þar sem fram kemur að fyrirtækið hafi fengið vísbendingar allt frá árinu 2000 um tengsl lyfsins við hjartasjúkdóma. Gæti þetta kostað fyrirtækið um 17 milljarða dollara í skaðabætur skv. grófri áætlun fjármálafyrirtækisins Merill Lynch.

Hlutabréfaverð Merck hélt áfram að lækka í síðustu viku og endaði í 26,21 dollar á hlut sem er lækkun um 7,32% í vikunni.

Byggt á Vikufréttum MP fjárfestingabanka.