Við seljum upprunann, hina tæru og hreinu ímynd Íslands,“ segir Jennifer Logan, markaðs- og vörumerkjastjóri Reyka Vodka, sem framleiddur er í Borgarnesi. Hún segir möguleikana fyrir Reyka í Bandaríkjunum vera gríðarlega mikla. Vörunni hafi hvarvetna verið vel tekið og fátt sé því til fyrirstöðu að ná frekari árangri við sölu á Reyka. „Við finnum fyrir miklum meðbyr og áhuga á vörunni,“ segir Jennifer.

Reyka Vodka vörumerkið er í eigu bandaríska áfengisframleiðandans William Grant & Sons, sem hefur unnið markvisst að markaðssetningu hans á undanförnum árum. Að sögn Jennifer er horft til veitinga- og öldurhúsa í hverfum stórborga á austurströnd Bandaríkjanna ekki síst. Reyka hefur unnið til viðurkenninga í smökkunarkeppnum og hefur það hjálpað til við markaðssetninguna. „Þetta er góð vara sem við erum með og fólki líkar vel við hana. Ferskleiki Íslands er okkar aðalsmerki. Ímynd Íslands á erlendum vettvangi er ekki síst tengd hreinleika, ekki að ástæðulausu. Hér er hreinasta og besta vatn í heimi og ferskt og hreint loft. Framleiðslan hér á landi ber þess merki og það skilar sér í framúrskarandi vöru á markaði þar sem samkeppni er hörð,“ segir Jennifer.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.