Eimskipafélagið hefur siglt í gegnum mikið breytingaskeið frá aldamótum til dagsins í dag. Það kemur berlega í ljós að eigendur hafa ekki verið á einu máli um hvernig félagið myndi skapa hluthöfum sínum sem mestan arð.

Viðskiptablaðið rekur söguna í úttekt í dag.

Þar kemur fram að það hefur reynst Eimskipafélaginu dýrkeypt að hasla sér völl sem stærsta félag í heimi í frysti- og kæligeymslum, því það er skuldum vafið og því virðist ganga illa að standa undir þeirri byrði.

Nýs forstjóra, Gylfa Sigfússonar, bíður það verðuga verkefni að ná skuldastöðu, og þar með rekstri félagsins, á rétt ról.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .