Fasteignaverð í Nuuk á Grænlandi er sambærilegt við íbúðaverð í Kaupmannahöfn. Utanríkisráðuneytið hefur eyrnamerk 170 milljónir króna til kaupa á 250-350 fermetra húsi sem mun verða embættismannabústaður aðalræðismanns Íslands á Grænlandi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að skoðað hafi verið að byggja hús fyrir aðalræðismanninn. Það hafi verið talið of dýrt.

Gunnari Bragi segir skiljanlegt að fólk velti fyrir sér kostnaði við fasteignakaupin. Kostnaður við rekstur skrifstofunnar telji hann hins vegar innan marka.

„Varðandi húsakost þá er ekki um auðugan garð að gresja á Grænlandi,“ segir Gunnar Bragi. „Við höfum reynt  að fá húsnæði leigt en það er bara ekki hægt að fá húsnæði sem uppfyllir þær kröfur að vera bæði fjölskyldubústaður og vinnustaður eða embættisbústaður um leið. Gert er ráð fyrir að ræðismaðurinn geti tekið á móti fólki þarna og verið með uppákomur eins og gengur og  gerist. Niðurstaðan varð sem sagt sú að kaupa húsnæði. Þá er staðan sú að fasteignaverð á Grænlandi er töluvert hærra en í Reykjavík og  það eru ýmsar ástæður fyrir því. Það má hins vegar ekki gleyma því að þessi kostnaður mun mynda eign á móti í ríkissjóði.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .