© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Evrópska neytendaaðstoðin framkvæmdi nýverið könnun á því hvað kostar að fá gefið út vegabréf. Svör bárust frá 22 löndun innan EES-svæðsins. Samkvæmt niðurstöðum er Ísland í 5. sæti yfir hvar dýrast er að fá vegabréf. Einungis er dýrara að fá vegabréf í Hollandi, Finnlandi, Rúmeníu og í Belgíu. Neytendas amtökin greinir frá niðurstöðunum.

Það vekur athygli NS að í þeim sex löndum þar sem vegabréf eru dýrust eru þau aðeins gefin út til fimm ára. Í tólf ríkjum sem könnunin náði til eru þau gefin út til tíu ára. Gildistíminn virðist því ekki skipta máli þegar kemur að verðlagningu.

Árlegur kostnaður við íslenskt vegabréf er 1.540 krónur.