Í annarri umræðu borgarstjórnar um ársreikning Reykjavíkurborgar kom meðal annars fram að rekstrarkostnaður borgarinnar er hærri en í nágrannasveitarfélögunum. Þetta segir í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði að þær skatttekjur sem Reykjavíkurborg hefði af hverjum íbúa væru með því hæsta sem gerist.

Eftirfarandi upplýsingar úr ársreikningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2011 fylgdu tilkynningunni. Um er að ræða rekstrarkostnað á hvern íbúa í sveitarfélögunum:

  • Reykjavík - 571.000 kr.
  • Kópavogur - 475.000  kr.
  • Hafnarfjörður - 474.000 kr.
  • Garðabær - 474.000 kr.
  • Mosfellsbær - 518.000 kr.
  • Reykjanesbær - 510.000 kr.
  • Álftanes - 458.000 kr.