Skipting íslensku bankanna í viðskiptabanka og fjárfestingarbanka eykur rekstrarkostnað í bankakerfinu umtalsvert. Hann er hár fyrir, að sögn Finns Sveinbjörnssonar, fyrrverandi bankastjóra Arion banka. Hann bendir á að dýrara sé að reka fjárfestingarbanka en viðskiptabanka.

Finnur mælir fremur með því að girða þá starfsemi bankanna af sem nátengdust er innlánum eins og mælt sé með í skýrslu svokallaðrar Vickersnefndar.

Finnur skrifaði grein um málið í síðasta tölublað Viðskiptablaðsins. Hana má nálgast hér