Málverk eftir Ásgrím Jónsson seldust fyrir eina milljón krónur eða meira í fyrra. Samtals voru 66 verk eftir Ásgríms seld í fyrra. Þrjú verka hans fóru yfir fjórum milljónum króna og eru þau þrjú dýrustu verkin sem seldust á listaverkauppboðboðum í fyrra.

Ásgrímur Jónsson fæddist árið 1876 og lést árið 1958, fyrir 54 árum.

Verk hans eru með þeim vinsælli á uppboðum í dag en heildarveltan með verk Ásgríms nam 32 milljónum króna á síðasta ári. Þau hafa hækkað stöðugt á undanförnum árum og verðgildi þeirra haldist þrátt fyrir niðursveiflu bæði á fjármálamörkuðum og listaverkamörkuðum.

Aðeins eitt verk til viðbótar seldist á yfir fjórum milljónum króna. Það var verkið Víkingarnir eftir Kjarval.

Nánar er fjallað um listaverkamarkaðinn í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.