EA fjárfestingarfélag hf. hefur hætt allri leyfisskyldri starfsemi félagsins, svo sem bankastarfsemi. Stjórn félagsins tilkynnti því Fjármálaeftirlitinu í dag að ákveðið hefði verið að skila inn starfsleyfi sem félagið hefur til reksturs fjármálafyrirtækis.

Þegar nýir eigendur tóku við almennum bankarekstri MP banka í apríl 2011 fylgdi nafn bankans með í kaupunum. Eldra félagið fékk þá nafnið EA fjárfestingarfélag og sinnir nú þeim hluta starfseminnar er lýtur að erlendum fjárfestingum.