EA fjárfestingarfélag hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem viðskiptabanki. Félagið var tekið til slitameðferðar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní síðastliðinn.

Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) segir að með vísan til þess hafi eftirlitið fallist á afsal starfsleyfis félagsins og miðast niðurfellingin við 20. júní.

EA fjárfestingarfélag hét áður MP banki en var klofið frá bankanum þegar Skúli Mogensen fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu bankann. EA var í eigu fyrrum eigenda bankans, að stærstum hluta í eigu Margeirs Péturssonar.