Hópur fyrirtækja sem eru leidd af EADS, móðurfyrirtæki Airbus, voru valin af breskum stjórnvöldum til þess að framleiða nýjar meðaldrægar eldsneytisflugvélar fyrir flugher hennar hátignar.

Talið er að andvirði samningsins geti numið 13 milljörðum sterlingspunda.

Í síðasta mánuði hafði EADS betur en helsti keppinauturinn Boeing þegar félagið var fengið til þess að framleiða sambærilegar vélar fyrir bandaríska flugherinn.