*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Erlent 4. ágúst 2020 11:43

EasyJet býst við að fólk fari að fljúga á ný

Flugfélagið EasyJet býst við því að fólk fari að fljúga á ný á komandi mánuðum.

Ritstjórn
epa

Flugfélagið EasyJet býst við því að fólk fari að fljúga á ný á komandi mánuðum. Frá þessu er greint á vef Financial Times. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar þess að fyrirtækið tilkynnti 99% tekjusamdrátt á ársfjórðungnum.

Fyrirtækið sagði að það búist við að í lok ársfjórðungsins í september muni fyrirtækið vera með 40% af getu sinni. Johan Lundgren, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við Financial Times að í júlí hafi eftirspurn eftir flugi verið meiri en hann hafi búist við til dæmis til áfangastaða eins og Faro í Portúgal og Nice í Frakklandi.

Rekstrarniðurstöður EasyJet fyrir þriðja ársfjórðung gáfu til kynna að fyrirtækið hafi verið í miklum erfiðleikum í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins.