Breska flugfélagið Easyjet spáir því nú að hagnaður fyrirtækisins muni nema á bilinu 675 til 700 milljónir punda á árinu, en áður hafði fyrirtækið gert ráð fyrir hann næmi 620 til 660 milljónum punda.

Flugfélagið, sem meðal annars starfrækir flugleiðir til og frá Keflavíkurflugvelli, flutti 7,06 milljónir farþega í síðasta mánuði. Er það mun meiri fjöldi en búist var við og annar mánuðurinn í röð þar sem félagið flytur fleiri en 7 milljónir farþega.

Gengi hlutabréfa í flugfélaginu hækkaði um 6,4% við tíðindin, samkvæmt frétt BBC News . Á síðustu tólf mánuðum hefur gengið hækkað um næstum því 30%.