Breska flugfélagið easyJet ætlar að opna nýja flugleið frá Íslandi til Bretlands en í desember ætlar flugfélagið að fljúga til Bristol. Fyrir flýgur félagið til London, Manchester og Edinborgar í Skotlandi. Ódýrustu miðarnir aðra leiðina munu kosta 4.175 krónur með sköttum. Í skoðun er að fjölga fleiri flugleiðum.

Fram kemur í tilkynningu frá easyJet að fyrsta flugið verði 12. desember næstkomandi og verði flogið tvisvar í viku allt árið um kring.

easyJet hóf að fljúga hingað frá London í mars í fyrra. Umsvifin hafa aukist jafnt og þétt síðan þá og hefur flugframboðið á þessu eina og hálfa ári farið úr 82 flugu á ári í 676. Þetta jafngildir um 900% aukningu.