Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun í kvöld hefja áætlunarflug á milli Íslands og Edinborgar í Skotlandi. Edinborg verður þannig þriðji áfangastaðurinn sem félagið sinnir í beinu flugi frá Íslandi.

Í tilkynningu frá easyJet kemur fram að flogið verður tvisvar sinnum í viku til Edinborgar frá Íslandi, á fimmtudögum og mánudögum. Sem fyrr segir eru áfangastaðirnir frá Íslandi nú þrír, Lundúnir, Manchester og nú Edinborg en alls flýgur EasyJet hingað til lands átta sinnu í viku frá þessum áfangastöðum.

Davíð Ásgeirsson, 29 ára gamall íslenskur flugmaður hjá EasyJet, mun fljúga Airbus A319 vél félagsins í kvöld. Áætlað er að fyrsta vélin til Edinborgar fari í loftið um kl. 21:05 í kvöld. Davíð flaug jafnframt í fyrstu ferð félagsins frá Lundúnum í mars í fyrra þegar EasyJet hóf hingað beint áætlunarflug.

Davíð Ásgeirsson, flugmaður hjá easyJet, í jómfrúarflugi félagsins til Íslands þann 27.03.12
Davíð Ásgeirsson, flugmaður hjá easyJet, í jómfrúarflugi félagsins til Íslands þann 27.03.12
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Davíð Ásgeirsson, flugmaður hjá easyJet, í jómfrúarflugi félagsins til Íslands þann 27.03.12