EasyJet hefur samið við Air Berlin um að kaup á hluta af starfsemi fyrirtækisins sem nýlega fór í gjaldþrotameðferð eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá. Mun EasyJet kaupa hluta af eignum félagsins á Tegel flugvelli í Berlín, þar á meðal lendingarleyfi auk leigusamninga á allt að 25 A320 flugvéla.

Hyggst breska félagið ráða til sín um eitt þúsund þýska flugmenn og flugáhafnarmeðlimi, og hyggst það halda úti fullri starfsemi næsta sumar, þó eitthvað verði dregið úr henni í vetur. Samningurinn hljóðar upp á 40 milljónir evra, eða sem nemur 4,9 milljörðum íslenskra króna, og hækkaði hlutabréfaverð EasyJet í kjölfar viðskiptanna um 1,32% að því er BBC greindi frá.

Air Berlin hefur þegar samið um sölu á Austurríska dótturfélagi sínu Niki til Lufthansa sem og félagið LGW. Þýsk stjórnvöld hafa hingað til tryggt starfsemi Air Berlin þrátt fyrir gjaldþrotameðferðina með lánum