Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur kyrrsett allan flota sinn, sem samanstendur af 344 flugvélum, vegna áhrifa kórónuveirunnar. Þá segir flugfélagið óljóst hvenær þoturnar geti hafið flug á ný, að því er kemur fram í frétt Reuters .

EasyJet hefur greint frá því að þeir 4 þúsund flugáhafnarstarfsmenn sem eru með búseta á Bretlandi, muni ekki mætta til vinnu næstu tvo mánuðina frá 1. apríl nk. Starfsmennirnir munu þó fá útborgað 80% meðallauna sinni, með aðstoð breska ríkisins.

Tekjuleysið sem kórónuveiran er að valda easyJet hefur orðið til þess að hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað verulega. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur hlutabréfaverð flugfélagsins lækkað um 7,43% og hefur virði bréfanna helmingast á síðasta mánuði.