Breska lággjaldaflugfélagið Easyjet þurfti að aflýsa 248 ferðum á miðvikudag og 340 ferðum til viðbótar í gær vegna verkfalls flugumferðarstjóra í Frakklandi. Flugfélagið ætlar nú að bæta við flugferðum á næstu dögum til þess að vega á móti áhrifum verkfallsins og nota stærri vélar til þess að flytja farþega á fjölförnum flugleiðum. BBC News greinir frá málinu.

Ekki er búist við því að flugfélög þurfi að aflýsa ferðum í dag en Easyjet segir hins vegar að enn eigi eftir að útvega sumum ferðum af þeim farþegum sem urðu fyrir verkfallinu. Easyjet hefur bætt við fimm aukaferðum í dag vegna þessa.

Hins vegar hafa flugumferðarstjórarnir boðað vinnustöðvanir aftur ef ekki tekst að semja um kjör þeirra á næstu dögum. Þær eru tvær talsins, en sú fyrri mun eiga sér stað frá 16. til 18. apríl en hin síðari frá 29. apríl til 2. maí.