Lággjaldaflugfélagið easyJet hefur ákveðið að hefja flug til Norður-Afríku, segir í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Hægt verður að fljúga frá Gatwick-flugvelli í London til Marrakech í Marokkó

Einnig mun félagið hefja flug til Istanbúl, höfuðborg Tyrklands, og króatísku borgarinnar Rijeka í sumar.

The Guardian segir að þegar samið var um flugleiðirnar, var það sett skilyrði að easyJet yrði áfram breskt félag, en FL Group hefur verið orðað við hugsanlega yfirtöku. Blaðið bendir á að íslenska "rándýrið" eigi rúmlega 16% hlut í félaginu.