Afkoma fyrstu sex mánuði ársins er betri en afkomuspá easyJet gerði ráð fyrir í lok janúar. Í tilkynningu frá félaginu segir að sterkt leiðakerfi, frábær rekstur, öguð fjárstýring og gríðarlegt kostnaðaraðhald skili sér í betri afkomu á fyrstu sex mánuðum ársins en áður hafði verið gefið út.

Heildartekjur af hverju sæti verður betri en áður eða lítillega yfir 10%. Um helmingur af þessu tekjuafgangi er vegna góðrar tekjustýringar.

Vænt heildartap easyJet á fyrstu sex mánuðum ársins var á bilinu 140 til 160 milljónir punda samanborið við tap 2011 upp á 153 milljónir punda. Núna gerir stjórn easyJet ráð fyrir tapi á milli 110 til 120 milljón pund.