*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 8. september 2013 15:06

EasyJet stækkar markaðinn

Framkvæmdastjóri easyJet vonar að ekki líði á löngu þar til flugferðum verði fjölgað.

Sólrún H. Þrastardóttir
Hugh Aitken, framkvæmdastjóri easyJet.
Haraldur Guðjónsson

easyJet hóf að fljúga reglulega til Íslands í mars 2012 og á næstu 12 mánuðum stefnir félagið á að fljúga með 160.000 farþega til og frá Íslandi. Nú flýgur easyJet til Lundúna fimm sinnum í viku, tvisvar til Manchester og tvisvar til Edinborgar og eru þessar flugleiðir starfræktar allt árið um kring.

Í janúar næstkomandi verða brottfarir easyJet frá Keflavíkurflugvelli orðnar tólf með fjölgun á flugi til Lundúna og Edinborgar.

Hugh Aitken, framkvæmdastjóri breska easyJet, segir flugfélagið hafa stækkað flugmarkaðinn fremur en að vera í beinni samkeppni við íslensk flugfélög. „Yfir 80% ferðamanna sem fljúga milli Ísland og Bretlands hefja flugferðina í Bretlandi, svo stærsti hluti okkar viðskiptavina eru Bretar á leið til Íslands,“ segir Aitken og bætir við að með tilkomu easyJet í flóru flugfélaga á Íslandi hafi fjöldi ferðamanna aukist á Íslandi.

Rætt er við Hugh Aitken í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: EasyJet Hugh Aitken