Samantekt Dohop yfir stundvísi flugfélaga í janúar leiðir í ljós að easyJet stendur sig betur en íslensku flugfélögin WOW air og Icelandair hvað stundvísina varðar.

Nærri helmingur komufluga hjá WOW air voru of sein eða um 47%, en meðaltöf hverrar lendingar félagsins var um það bil 20,6 mínútur. Hver brottför tafðist þá um 12,2 mínútur

WOW air var einu prósentustigi yfir Icelandair hvað varðar hlutfall brottfara á réttum tíma, eða 76% meðan Icelandair var með 75% stundvísi. easyJet var með 81% stundvísi í brottförum sínum og 89% í lendingum, en meðaltöf lendinga flugfélagsins var um 4,8 mínútur.