Vogunarsjóðurinn Eaton Vance Management hefur aukið við hlut sinn í Eik fasteignafélagi og er eignarhlutur sjóðsins nú kominn upp í 5,07% í félaginu að því er fram kemur í flöggun í kauphöllinni.

Keypti sjóðurinn 2.563.553 hluti, sem á lokagengi viðskipta í gær er að andvirði tæplega 26 milljóna króna. Heildareignarhlutur vogunarsjóðsins í fasteignafélaginu er þá að andvirði tæplega 1.761 milljóna króna eftir viðskiptin

Gengi bréfa Eikar lækkaði um 0,30% í viðskiptum gærdagsins, en viðskiptin námu 25.960.659 krónum.