Hagnaður af rekstri (EBITDA) dönsku stórvöruverslunarinnar Illum, sem er að hluta til í eigu Baugs og annarra íslenskra fjárfesta, jókst um 102% í 68,5 milljónir danskra króna (847 milljónir íslenskra króna) á síðast reikningsári, segir í fréttatilkynningu frá Illum.

Í tilkynningunni kom ekki fram hver nettó hagnaður/tap á tímabilinu er, en sölutekjur hafa aukist um 14% í 773 milljónir danskra króna og fjöldi viðskiptavina um 13%.

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og stjórnarformaður Illum, segir að þakka megi stjórnendum fyrirtækisins góðan árangur og að verið sé að vinna í að endurskipuleggja verslunina

?Við munum tilkynna næstu skref í lok sumars," sagði Jón Ásgeir.