Pistlahöfundurinn Gulliver, sem fjallar einna helst um samgöngur, skrifar um íslenska flugfélagið WOW Air á vefsíðu tímaritsins The Economist.

Í umfjölluninni snertir Gulliver sérstaklega á því að WOW Airhafi á prjónunum að fljúga beint til Los Angeles og San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna. Viðskiptablaðið fjallaði í byrjun mánaðarins.

Í pistlinum segir að álitsgjafar séu ekki sérlega bjartsýnir varðandi ákvörðunina, vegna þess hve mörg flugfélög gegnum tíðina hafa reynt og mistekist það sem WOW reynir nú - að græða á ódýrum langflugum meðan olíukostnaður er í lægri kantinum.

Auk þess minnist bloggarinn þó á að Skúli Mogensen, forstjóri WOW, sé óhræddur við allar bölsýnisspár, og telji fyrri tilraunir hafa verið glapræði á þeim forsendum að alltaf hafi verið eitthvert samkeppnissamráð til staðar. Nú sé WOW Air laust við slík leiðindi.

Gulliver veltir fyrir sér hvernig kúnninn muni taka í þessi tilboð WOW Air. Til þess að reka þjónustuna í hagnaði, segir bloggarinn, þarf eflaust að skera niður í alls kyns þjónustu sem með hefði annars fylgt á styttri flugum.

„Stundum skiptir meira máli að fjárfesta aðeins meiri pening í þjónustu við viðskiptavininn,“ er haft eftir Skúla á síðu Economist. „Internetið er mjög erfitt að eiga við - það er ekki alltaf nóg að vera með lægstu verðin.“ Skúli vegur jákvæðar umfjallanir á internetinu mjög mikils, segir Gulliver.

Að lokum snertir Gulliver á tilboðum Loftleiða á sjötta áratugi síðasta árs, þar sem bandarískum stúdentum var boðið ódýrt milliflug til Evrópu gegnum Ísland - hið svokallaða „Hippie express.“