Síðasta ár var gott hjá Volkswagen sem á Porsche, Audi og Bentley en bílaframleiðendurnir hafa aldrei fyrr selt jafn mikið af bílum.

Breska útvarpið ( BBC ) segir söluaukninguna skýrasta af því að ný módel hafi komið á markað á árinu og bílasala batnað í takt við efnahagsbata í heimshagkerfinu.

Eftirspurnin eftir bílum í betri kantinum var meiri á Indlandi og í Kína auk þess sem bandaríski bílamarkaðurinn hefur verið að taka við sér á nýjan leik.

Af einstökum bílaframleiðendum jókst salan almennt á bílum Bentley um 19% í fyrra, sala á bílum Porsche jókst um 15% og Audi um 8,3%.

Í gær fjallaði VB.is sömuleiðis um lúxusbílamarkaðinn í tengslum við metsölu á bílum undir merkjum Rolls-Royce.