Edda Hermannsdóttir hefur tekið við starfi samskiptastjóra Íslandsbanka. Hún mun bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf bankans til fjölmiðla sem og samfélagsstefnu bankans. Hún hefur hagfræðipróf frá Háskóla Íslands.

Edda situr að auki í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Hún mun hefja störf hjá Íslandsbanka þann 18. júní næstkomandi.

Edda lætur af starfi aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins, en hún hefur starfað á blaðinu frá árinu 2012. Hún tók við starfi aðstoðarritstjóra árið 2014. Áður starfaði hún meðal annars sem stjórnandi Gettu betur og hjá Ríkisútvarpinu frá 2011 til 2013.