*

miðvikudagur, 21. apríl 2021
Fólk 8. apríl 2021 11:31

Edda leiðir nýtt svið hjá BYKO

Edda Blumenstein hefur verið ráðin framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO.

Ritstjórn
Gígja Einarsdóttir

Edda Blumenstein hefur verið ráðin framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO. Greint er frá ráðningu hennar í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni segir að um sé að ræða nýtt svið hjá BYKO þar sem áhersla verði lögð á heildarupplifun viðskiptavina (Omni Channel), nýta stafræn tækifæri og vinna að langtíma vexti og leiðandi stöðu fyrirtækisins á markaði í takt við framtíðarsýn.

Edda er doktor frá Leeds University Business School í Omnichannel Retail Transformation, með meistaragráðu frá Leeds University Design School og B.Sc gráðu í alþjóða markaðsfræði frá HR. Edda stofnaði ráðgjafafyrirtækið beOmni sem hefur aðstoðað íslensk verslunarfyrirtæki í Omnichannel stefnumótun og hefur einnig stýrt Rannsóknarsetri verslunarinnar síðustu mánuði.

Edda hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um heildarupplifun viðskiptavina í verslun og skrifað kennsluefni fyrir alþjóðlegt vef-fræðslufyrirtæki. Hún var áður framkvæmdastjóri Smáratívolís, deildarstjóri markaðs og viðskiptaþróunar Icepharma og vörumerkjastjóri Coca-Cola Íslandi. Hún er einnig stjórnarformaður stafræns faghóps innan Samtaka verslunar og þjónustu.

Edda er gift Árna Inga Pjeturssyni, framkvæmdastjóra Nike Team í Bretlandi, og eiga þau 4 börn á aldrinum 4 til 19 ára.

Stikkorð: Edda Blumenstein BYKO