Í nýútkomnu sérblaði Viðskiptablaðsins um fasteignamarkaðinn er fjallað um dýrustu einbýlishús og íbúðir sem keyptar hafa verið hér á landi það sem af er ári.

Í fjórða sæti yfir dýrustu einbýlishús landsins það sem af er ári er Bakkavör 12 á Seltjarnarnesi. Húsið er 500 fermetrar en hjónin Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, festu nýverið kaup á því fyrir 273 milljónir króna. Fermetraverð nemur því 546 þúsund krónum.

Seljendur voru Stefán Örn Stefánsson og Oddný Rósa Halldórsdóttir. Húsið var byggt árið 1990 og var teiknað af byggingatæknifræðingnum Kjartani Sveinssyni.

Nánar er fjallað um málið í Fasteignamarkaði, sérblaði Viðskiptablaðsins, sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.