Edda Hermannsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins en hún hefur undanfarin tvö ár starfað hjá blaðinu. Hún hefur einnig starfað hjá RÚV og við dagskrárgerð hjá Konunglega kvikmyndafélaginu. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og situr í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Undanfarin tvö ár hefur Edda haft umsjón með VB Sjónvarpi og Eftir vinnu, fylgiblaði Viðskiptablaðsins ásamt því að skrifa í Viðskiptablaðið. Edda verður Bjarna Ólafssyni, ritstjóra Viðskiptablaðsins, til aðstoðar ásamt því að hafa umsjón með daglegri starfsemi á vef og mun sjá um sérblöð Viðskiptablaðsins.