Edda Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur á sviði peningamála- og fjármálamarkaða hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Edda Rós er ráðin til tveggja ára og flytur utan ásamt fjölskyldu sinni á næstu vikum. Hún hefur starfað á skrifstofu AGS hér á Íslandi frá árinu 2009 en áður var hún forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans.

Skrifstofu Franeks Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi, var lokað í gær. Hún var opnuð í mars árið 2009 eftir að framkvæmdastjórn AGS samþykkti að veita Íslandi aðstoð eftir efnahagshrunið. „Aðgerðaráætlun Íslands og AGS lauk árið 2011 og efnahagslífinu miðar vel áfram,“ er haft eftir Rozwadowski í tilkynningu um lokun skrifstofunnar.