Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningadeildar Landsbankans sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins að aðgerðir stjórnvalda og bankanna muni á næstu vikum og mánuðum breyta miklu um framtíðina og sagðist þá eiga við krónuna, verðbólgu, land og þjóð.

„Það verkefni getur hins vegar verið flóknara en virðist við fyrstu sýn,“ sagði Edda Rós.

„En ég vil ekki að við reynum töfralausnir eða tökum hraðákvaðanir af hræðslu við að tímabundna niðursveiflu í efnahagslífinu. Og ég má ekki til þess hugsa að við seljum orku og náttúru á undirverði, eða förum að óþörfu í undirboð á sköttum. Horfa þarf til framtíðar og ákveða stefna, áður en við grípum til aðgerða í slíkum málum,“ sagði Edda Rós.

Hún sagði að tímabundin lækkun hagvaxtar ekki mega verða tilefni til vanhugsaðra efnahagsaðgerða.

„Þegar ógn steðjar að fjármálastöðugleika landsins þarf hins vegar að grípa til skjótra viðbragða í samvinnu við Seðlabanka annarra landa. Fjármálastöðugleiki varðar alla,“ sagði Edda Rós.