*

mánudagur, 25. október 2021
Innlent 29. ágúst 2020 17:02

Edda velti 143 milljónum króna

Bókaútgáfan Edda, sem er í fullri eigu Árvakurs, hagnaðist um 10 milljónir króna í fyrra.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Árvakurs eru staðsettar í Hádegismóum.
Haraldur Guðjónsson

Bókaútgáfan Edda, sem er í fullri eigu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, hagnaðist um rétt ríflega 10 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um tæplega 2 milljónir frá fyrra ár. Bókaútgáfan velti 140 milljónum króna en til samanburðar velti útgáfan 143 milljónum árið áður. Eignir námu 92 milljónum króna í árslok 2019 og jukust um 14 milljónur frá fyrri áramótum. Eigið fé var neikvætt um 10 milljónir króna en árið áður nam neikvætt eigið fé 14 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu 21 milljón króna í fyrra og stóð nánast í stað frá fyrra ári. Tveir starfsmenn störfuðu að jafnaði hjá félaginu í fyrra.

Magnús Eðvald Kristjánsson er framkvæmdastjóri Eddu útgáfu, en líkt og áður segir er bókútgáfan að fullu í eigu Árvakurs.

Stikkorð: Árvakur Edda útgáfa uppgjör