Stofnunin EDHEC-Risk Institute hefur áhyggjur af því að takmarkandi ráðstafanir á fjármálamarkaði sem teknar hafa verið af Angela Merkel kanslara Þýskalands muni hindra vöxt efnahagslífsins í Evrópu. Í tilkynningu sem EDHEC-Risk sendi frá sér í dag kemur m.a. fram að margvíslegar rannsóknir sýni að bann við skortsölu sem sett var á 2008 bendi til neikvæðra áhrifa á fjármálamarkaðinn.

EDHEC-Risk Institute segist hafa áhyggjur af einhliða ákvörðun Merkel kanslara um afskipti af markaðnum, bæði hvað varðar bann við skortsölu skuldabréfa og lánavafninga. Hún kunni að hafa hindrandi áhrif og sé líkleg til að koma í veg fyrir vöxt efnahagslífsins í Evrópu. Bannið muni leiða til margvíslegar vandamála eins og erfiðleika þjóða við að nota stýrivexti til að hafa áhrif á lánastarfsemi. Þá verði áhættulánamarkaðurinn mun flóknari viðureignar sem muni óhjákvæmilega leiða til hækkana á skuldakostnaði ríkja og fjárfesta einkum þeirra verst settu.

Bendir EDHEC-Risk m.a. á rit Professor Abraham Lioui frá því í mars 2010 orðum sínum til staðfestingar, en það heitir: „Spillover Effects of Counter-cyclical Market Regulation: Evidence from the 2008 Ban on Short Sales.”