Andri Guðmundsson, forstjóri H.F. Verðbréfa segir afar mikilvægt að fjölga fjárfestingarkostum líf­eyrissjóðanna. „Frá hruni hefur oft verið talað um að nota eigi fé lífeyrissjóðanna til að fjármagna þetta og hitt, jarðgöng og vega­lagningu. Mér finnst menn þarna vera að gleyma því að við eigum lífeyrissjóðina og að þeir eiga að sinna því hlutverki einu að varð­veita og ávaxta fé núverandi og væntanlegra lífeyrisþega. Fjár­festingar sjóðanna verða að vera á forsendum sjóðsfélaga, ekki ann­arra hagsmunaaðila í samfélaginu.“

Andri segir að sú staða sem þeir eru í núna, þar sem helmingur eigna sjóðanna er í ríkistryggðum bréfum, sé ekki heppileg. „Það er  mikilvægt er að fjölga fjárfestingarkostum þeirra. Mér þætti til dæmis mjög eðlilegt að sú leið yrði skoðuð að sjóðirn­ir keyptu hlut í Landsvirkjun og fengju að fjármagna, með beinum eignarhlut, einstakar virkjanir og aðrar tekjuskapandi fjárfesting­ar. Þetta þarf ekki að vera bein einkavæðing á viðkomandi eign­ um og ekki endilega þarf að skrá þessi hlutabréf á markað. Það er allt annar hlutur.“

Í Viðskiptablaðinu er að finna ítarlegt viðtal við Andra. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.