Atvinnuleysi hefur þokast upp á við undanfarna mánuði og mældist 3,8% á öðrum ársfjórðungi, sem er það hæsta frá árinu 2015.  „Við teljum að haustið gæti orðið dálítið þungt. Það kæmi ekki á óvart að sjá atvinnuleysi stíga til viðbótar við þessa hefðbundnu  árstíðarsveiflu atvinnuleysis. Það hafi mögulega einhver fyrirtæki haldið áfram, til dæmis í ferðaþjónustunni, yfir háönnina,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í Arion banki.

Erna bendir á að þrátt fyrir stígandi atvinnuleysi hafi tæplega þrjú þúsund erlendir ríkisborgarar flutt til landsins umfram brottflutta það sem af er þessu ári. „Á sama tíma er atvinnuleysi erlendra ríkisborgara komið upp í 7%. Það sem hefur verið einkennandi fyrir íslenskt hagkerfi er hvað vinnumarkaðurinn er sveigjanlegur,“ segir Erna og bendir á mikla fólksflutninga úr landi eftir efnahagshrunið 2008, bæði meðal erlendra ríkisborgara og Íslendinga. „Ef fólksflutningar halda áfram til landsins þrátt fyrir að hagkerfið sé að fara í niðursveiflu bendir það til þess að það sé að verða ákveðin breyting á eðli vinnumarkaðarins. Það getur haft í för með sér að við sjáum hærra atvinnuleysi en við hefðum annars gert ráð fyrir,“ segir Erna.

N ánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .