*

laugardagur, 23. október 2021
Fólk 27. ágúst 2021 14:45

Eðvald stýrir nýrri deild hjá Kviku

Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn forstöðumaður hagdeildar á fjármálasviði Kvika en hann starfaði áður hjá Greiðslumiðlun Íslands.

Ritstjórn
Eðvald Gíslason
Aðsend mynd

Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn forstöðumaður hagdeildar á fjármálasviði Kviku en deildin er ný á fjármálasviði bankans. Deildin mun meðal annars bera ábyrgð á innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinni, áætlanagerð samstæðunnar, þróun stjórnendaupplýsinga og lykilmælikvarða þvert á samstæðu Kviku.

Eðvald kemur hjá Greiðslumiðlun Íslands þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en áður starfaði hann við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Í störfum sínum hefur Eðvald komið að fjölbreyttum verkefnum, m.a. greiningum umfangsmikilla gagnabanka, útbúa spár og gerð fjárhagslegra reiknilíkana.

Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en hafði áður lokið B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Eðvald er giftur Huldu Júlíönu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Byko og eiga þau 2 syni.

Stikkorð: Kvika Eðvald Gíslason