Ráðherranefndin sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra kynnti í dag hefur þrjár mögulegar sviðsmyndir í huga varðandi samstarf Íslendinga og Breta.

  • Í fyrsta lagi væri möguleiki á því að gera víðtækan og djúpan tvíhliða samning við Breta.
  • Í öðru lagi, gætu EFTA ríkin samið sameiginlega við Breta.
  • Í þriðja lagi þá myndu Bretar gera útgöngusamning við Evrópusambandið og EES-ríkin komi inn í þann samning.

Lilja bendir jafnframt á að endanleg útkoma ráðist að miklu leyti af því hvernig Bretar vilji staðsetja sig. Á blaðamannafundi sagðist Lilja erfitt að segja til um hvernig málin þróast. Mörg ríki vilji gera víðtæka tvíhliða viðskiptasamninga við Breta, til að mynda S-Kórea, Ástralir og fleiri. Því telur ráðherra að nauðsynlegt sé að hafa fleiri en eina sviðsmynd í huga.

Gunnar Snorri, sá sem leiðir teymið sem kynnt var í dag, bætir við að þótt að Bretland sé eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands - séum við ekki endilega eins hátt skrifuð hjá Bretum. Íslensk stjórnvöld vilja ekki refsa refsa Bretum fyrir eitt né neitt og það er mikilvægt að halda vel á spöðunum. Nú væru til að mynda ný fjármálafyrirtæki að hasla sér í völl í Bretlandi, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta.

Utanríkisráðherra svaraði því einnig að Bretar hefðu ekki sótt um aðild að EFTA. Þó kynna bresk stjórnvöld sér nú alla möguleika og sanki nú að sér upplýsingum um EFTA. Gunnar Snorri bendir á að það yrði flókið fyrir Breta að gerast aðilar að EES-samningnum.