Héraðsfréttablaðið BB á Ísafirði gerði könnun á vefsíðu sinni bb.is þar sem spurt var hvort lesendur treystu íslenskum stjórnmálamönnum.

Alls svöruðu 1.022 einstaklingar spurningunni. 94 eða 9% sögðust treysta íslenskum stjórnmálamönnum, 850 eða 85% sögðust ekki gera það og 58 eða 6% voru óákveðnir.

Blaðið spurði Jón Bjarnason, þingmann Vinstri grænna um álit á þessum niðurstöður og sagði hann spurninguna vera afar skrítna og ósanngjarna þar sem hún setti alla þingmenn í sama pott.

„Ef fólk er að dæma þingmenn sína óhæfa þá getur það nú litið í eigin barm og hvað það hafi verið að kjósa,“ sagði Jón Bjarnason.

„Það er hinsvegar eðlilegt að svona spurning vakni þegar þetta ástand vofir yfir sem nú er. Það hefur einn flokkur verið samfleytt í ríkisstjórn síðastliðin sautján ár og ber ábyrgð á því stjórnarfari og þeirri stefnu sem við búum við og er að leiða okkur í þrot, þessi taumlausa einkavæðingarstefna Sjálfstæðisflokksins.“