Efasemdir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í garð íslenskra fjármálafyrirtækja má meðal annars rekja til vanþekkingar á íslensku efnahagslífi, en einnig til þess að íslensk fjármálafyrirtæki stækkuðu mikið á skömmum tíma. Með öðrum orðum: Þegar fyrirtæki vaxa hratt á markaði í uppsveiflu er búist við því að þeim hinum sömu gangi illa að fóta sig á markaði sem er á niðurleið. Þetta segir Hans Aasnæs, framkvæmdastjóri hjá norska tryggingafélaginu Storebrand, í samtali við Viðskiptablaðið.

Hans var nýlega hér á landi ásamt hópi sérfræðinga á vegum norræna fjárfestingarbankans ABG Sundal Collier. Tilgangur heimsóknarinnar var að fá frekari innsýn í íslenskt efnahagslíf og starfsemi nokkurra fjármálastofnana. Í hópnum voru sérfræðingar meðal annars frá Ósló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og New York.

Hópurinn fundaði með forsvarsmönnum Seðlabanka Íslands, Glitnis, Kaupþings, Landsbankans, Straums, Existu og Fjármálaeftirlitsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .